NTC

Hundagerði sett upp í Hrísey

Hundagerði sett upp í Hrísey

Hundagerði hefur verið girt af ofan við Áhaldahúsið í Hrísey. Svæðið er rúmlega 3000 fermetrar að stærð. Lausaganga hunda er með öllu bönnuð í Hrísey en nú gefst hundaeigendum tækifæri til að leyfa hundum að hlaupa lausum innan hundagerðisins. Þetta kemur fram á heimasíðu Hríseyjar.

Hríseyingur, Stefán Pétur Bragason, safnaði undirskriftum til stuðnings hundagerðis í Hrísey og afhenti Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra, í mars 2023. Hverfisráð Hríseyjar vann málið svo áfram í samstarfi við starfsfólk umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og var gerðið tilbúið um miðjan ágúst 2024.

Sjá einnig: Safnaði hátt í 60 undirskriftum fyrir hundagerði í Hrísey

„Notendur eru vinsamlega beðnir um að ganga vel um og hirða upp allan hundaskít eftir eigin hunda, rétt eins og utan svæðisins þar sem hundar eiga að vera í bandi,“ segir á vef Hríseyjar.

Sambíó

UMMÆLI