Framsókn

Hún – Nýtt dansverk sýnt í DeiglunniDansarar í verkinu Hún.

Hún – Nýtt dansverk sýnt í Deiglunni

Nýtt dansverk eftir Ólöfu Ósk Þorgeirsdóttur verður sýnt í Deiglunni á fimmtudaginn kl. 20.30. Verkið sækir innblástur í álit samfélagsins á sjálfsöryggi ungra kvenna.

,,Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir varðandi álit samfélagsins á því að konur eigni sér sína eigin kosti, styrk og möguleika, og því ber að fagna. Við þurfum ekki lengur að láta eins og það komi okkur á óvart þegar okkur er hrósað. Við vitum okkar eigin hæfni,“ segir um verkið.

Miðinn kostar 1000 kr og ekki verður posi á staðnum.
Verkið verður sýnt aftur 17. október.

Dansarar í verkinu eru:
Arna Sif Þorgeirsdóttir
Birta Ósk Þórólfsdóttir
Erla Vigdís Óskarsdóttir
Karen Birta Pálsdóttir Maitsland
Ólöf Ósk Þorgeirsdóttir
Unnur Lilja Arnarsdóttir
Sunneva Kjartansdóttir
Antonía Hölludóttir

VG

UMMÆLI

Sambíó