Humans of New York er virkilega vinsælt myndablogg á facebook sem tæplega 19 milljónir manns hafa líkað við. Ljósmyndarinn, Brandon Stanton, er eigandi síðunnar og byrjaði með hana árið 2010. Síðan þá hefur aðdáendahópurinn bara stækkað með hverju árinu en síðan gengur út á að taka myndir af fólki sem hann hittir úti á götum New York borgar og skrifar beinar tilvitnanir frá þeim með myndinni.
Myndirnar eru jafn mismunandi og þær eru margar, líkt og fólkið sjálft, og hafa yfirleitt einhvern boðskap að bera. Í kjölfarið kviknar alltaf mikil umræða í kommentunum að neðan sem einkennast oftast nær af kærleik til náungans.
Síðastliðin fjögur ár hefur Brandon einnig verið að taka upp myndbönd af fólkinu sem hann hittir og undirbúið þáttaseríu. Á þessum fjórum árum er hann búinn að taka upp 1200 viðtöl við mismunandi fólk. Fyrsti þátturinn kom út í síðustu viku og þáttur 2 var settur inn í dag.
7 milljónir manns hafa horft á fyrsta þáttinn og segist Brandon vera alsæll með viðtökurnar.
Hér að neðan er hægt að horfa á þættina tvo.
UMMÆLI