NTC

<strong><em>Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri</em></strong>

Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri

Fyrirlestur Bryndísar Fjólu Pétursdóttur, garðyrkjufræðings og sjáanda, um nýsköpunarverkefnið Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri. Bryndís Fjóla fjallar um huldufólkið og álfana sem búa í garðinum og á Íslandi almennt og mikilvægi samtalsins við náttúruna í fortíð og á okkar tímum.

Fyrirlesturinn er haldinn í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, að Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 28. apríl, og hefst hann kl. 13:30.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og hjúkrunarheimilanna á Akureyri á þessu ári fyrir íbúa heimilanna og aðra bæjarbúa. Allt frá árinu 2016 hefur AkureyrarAkademían boðið íbúum heimilanna upp á fyrirlestra sem hafa jafnframt verið opnir fyrir aðra bæjarbúa. Markmiðið er að bjóða upp á fræðandi fyrirlestra um fjölbreytt viðfangsefni með aðgengilegum og áhugaverðum hætti.

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Um AkureyrarAkademíuna

AkureyrarAkademían er fræða- og þekkingarsetur á Akureyri, stofnað árið 2006, og er aðsetrið í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð 12, Akureyri. Við bjóðum einstaklingum upp á vinnuaðstöðu til að sinna sínum hugðarefnum og almenningi upp á viðburði, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra.

Frá upphafi höfum við staðið fyrir fjölmörgum viðburðum sem hafa auðgað mannlíf og menningarstarf á Akureyri þar sem áhersla hefur verið lögð á að kynna fjölbreytt viðfangsefni, virkja almenning til þátttöku og stuðla að umræðum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó