Hulda og Margrét æfa með U19 ára landsliðinu

Hulda Björg

Þórður Þórðarson landsliðþjálfari U19 ára landsliðsins í knattspyrnu hefur valið hóp leikmanna til æfinga dagana 26. – 28. Janúar. 

Í hópnum eru tveir fulltrúar frá Þór/KA þær, Hulda Björg Hannesdóttir og Margrét Árnadóttir. Hulda og Margrét urðu Íslandsmeistarar með Þór/KA síðasta sumar ásamt því að verða Íslands- og bikarmeistarar með 2. flokki liðsins.

Hulda sem er fædd árið 2000 spilaði 18 leiki með Þór/KA í Pepsí deildinni síðasta sumar og gerði tvö mörk. Margrét sem er fædd árið 1999 spilaði 14 leiki og skoraði 1 mark.

Hulda og Margrét voru einnig báðar í æfingahóp U19 ára liðsins í nóvember á síðasta ári.

Margrét

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó