Framsókn

Hugmyndir um að byggja gistihús við bjórböðin

Mynd/N4

Bjórböðin á Árskógsandi opnuðu síðasta sumar og hafa fengið frábærar viðtökur. Böðin sem hafa vakið heimsathygli tengjast rekstri bruggverksmiðjunnar Kalda sem er einnig á Árskógssandi. Eigendur staðanna hyggjast reisa gistiaðstöðu á svæðinu og hefja framleiðslu á bjórsápu. Gistiaðstaða gæti verið komin upp á svæðinu árið 2020.

Agnes Sigurðardóttir framkvæmdastjóri burggverksmiðjunnar Kalda var í viðtali hjá sjónvarpsstöðinni N4 og sagðist himinlifandi með móttökurnar sem bjórböðin hafa fengið. Hún segir að allskonar fólk sæki bjórböðin heim, ferðamenn, Íslendingar og pör á öllum aldri. Hún segir fólk kalla eftir gistingu, það sé það næsta sem vanti á staðinn.

Viðtal við Agnesi má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó