NTC

Hugguleg stemning á Glerártorgi fyrstu helgina í aðventu

Hugguleg stemning á Glerártorgi fyrstu helgina í aðventu

Það verður notaleg jólastemning á Glerártorgi í desember. Hér að neðan má sjá dagskránna fyrstu helgina í aðventu en eins og sjá má er nóg um að vera. Við á Kaffinu munum fylgjast vel með því sem um er að vera á Akureyri yfir hátíðirnar á Jólakaffinu sem má finna hér.

Glerártorg um helgina:

1. desember

Sjöstrand verður með POP-UP verslun á Glerártorgi í samstarfi við Fisk Kompaní. Að því tilefni er að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og 10% kynningarafslátt af öllum Sjöstrand vörum, aðeins þennan eina dag milli kl. 12:00 og 18:00 

Matarmenn mæta einnig í Fisk Kompaní bæði föstudag og laugardag og taka spjallið við gesti og veita pönnuráðgjöf! 

SquishMallow helgi í Kids Coolshop, en allir sem versla í Kids Coolshop þessa helgi fara í pott og eiga möguleika á að vinna stóran SquishMallow bangsa. 20% afsláttur er af Squishmallow alla helgina.

2. desember

Myndataka með jólasveinum!! 

Jólasveinar kíkja í heimsókn kl. 14:00 á laugardag og gefa börnum ávexti. Myndataka með jólasveinum verða hjá sleðanum.  

Matarmenn verða áfram með pönnuráðgjöf í Fiskkompaníinu

Squishmallow dagar í Kids Coolshop

Krabbameinsfélag Akureyrar verður með jólakort til sölu til styrktar krabbameinsfélaginu

Prjónakonurnar frá Rauða Krossinum verða með markað beint á móti Kids Coolshop frá kl. 13-17

3. desember

Jólasveinar kíkja í heimsókn kl. 14:00 og gefa börnum ávexti, syngja og tralla

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó