Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hafa undirritað samkomulag með Rafbílastöðinni undir yfirheitinu Flotastjórnun til framtíðar sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HSN.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), Orkustofnun og Rafbílastöðin hafa síðastliðið ár unnið að greiningarvinnu á bifreiðaflota stofnunarinnar fyrir orkuskipti og uppbyggingu hleðsluinnviða. Bifreiðafloti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands telur ríflega 40 bifreiðar og þjónustar Norðurlandið, allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar á Langanesi í austri.
„Stofnunin hefur nú fullkomna yfirsýn yfir bifreiðaflota fyrirtækisins og raungagnasöfnun úr Geotab, ásamt reynslu mun tryggja bestu ákvörðunartöku hverju sinni fyrir árangursrík orkuskipti. Lögð verður áhersla á að hafa jákvæð áhrif á akstursþætti sem geta minnkað kostnað, m.a. lækkað útblástur og aukið öryggi í umferð, en því fylgir t.d mikill kostnaðar- og umhverfisávinningur bara að minnka lausagang bifreiða innan flotans. Samhliða verkefninu hefur HSN skipt átta bifreiðum út fyrir rafmagnsbíla með góðum árangri,“ segir í tilkynningu.
Á Loftslagsdeginum 2024 sem fór fram 28. maí síðastliðinn flutti Eyrún Gígja Káradóttir verkefnastjóri Orkuseturs erindi um orkuskipti þar sem hún fjallaði meðal annars um þetta verkefni. Hægt er að horfa á erindið í gegnum þennan hlekk.
Nánari umfjöllun má finna á vef HSN með því að smella hér.
UMMÆLI