Í tilkynningu HSN segir að megintilgangurinn sé að búa til öflugri einingu sem geri auðveldara að manna stöður fagfólks. Stærri rekstrareining muni auka sveigjanleika starfseminnar og styðja við forsendur til teymisvinnu sem ætti að efla samvinnu og miðlun þekkingar meðal starfsfólks.
Reynsla HSN hefur sýnt að stærri starfsstöðvar eins og á Húsavík og Sauðárkróki laða frekar að sér lækna að hluta til vegna þess að þar er fyrir stærri hópur lækna sem starfar saman og flestum þykir kostur. Þar sem stærri hópur lækna er til staðar auðveldar einnig að taka við sérnámsgrunnslæknum og læknum í sérnámi í heimilislækningum. Hjá HSN eru nú 14 læknar í sérnámi í heimilislækningum en þar af enginn í Fjallabyggð eða á Dalvík, en reynslan sýnir að þegar nemar koma í starfsnám hefur það jákvæð áhrif á framtíðarmönnun á þeim stað. Sömu rök liggja að mönnun annarra fagstétta.