Hrund Teitsdóttir, umsjónarkennari í Hríseyjarskóla á mið- og unglingastigi, hefur verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi kennari. Þetta kemur fram á vef Akueyrarbæjar.
Hrund er tilnefnd fyrir nýsköpunarkennslu, upplýsingatækni og menntun til sjálfbærni í tengslum við alþjóðlegt samstarf. Í umsögn með tillögu að tilnefningu Hrundar kom meðal annars fram að hún sé stórkostlegur leiðtogi, hvetjandi og drífandi kennari sem beri hag samfélagsins síns fyrir brjósti.
UMMÆLI