NTC

Hrund Teitsdóttir tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Hrund Teitsdóttir tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna

Hrund Teitsdóttir, umsjónarkennari í Hríseyjarskóla á mið- og unglingastigi, hefur verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi kennari. Þetta kemur fram á vef Akueyrarbæjar.

Hrund er tilnefnd fyrir nýsköpunarkennslu, upplýsingatækni og menntun til sjálfbærni í tengslum við alþjóðlegt samstarf. Í umsögn með tillögu að tilnefningu Hrundar kom meðal annars fram að hún sé stórkostlegur leiðtogi, hvetjandi og drífandi kennari sem beri hag samfélagsins síns fyrir brjósti.

Nánar um Hrund og tilnefninguna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó