NTC

Hrafndís Bára leiðir lista Pírata á Akureyri

Hrafndís Bára leiðir lista Pírata á Akureyri

Hrafndís Bára Einarsdóttir hlaut 1. sætið í prófkjöri Pírata á Akureyri og mun því leiða lista Pírata á Akureyri. Píratar munu bjóða fram eigin lista og stefna á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn.

Hrafndís brennur fyrir gagnsæi og aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélaga. Í sveitarstjórnarkosningunum síðustu starfaði Hrafndís sem kosningastjóri Pírata á Akureyri og þekkir því nokkuð vel vinnuna við það er að vera í framboði. Hún segist tilbúin í þá vinnu núna.

Árið 2010 útskrifaðist hún með diplómagráðu í leiklist og framkomufræðum frá Kvikmyndaskóla Íslands. Vorið 2016 útskrifaðist hún með diplómagráðu í viðburðastjórnun frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum.

Sambíó

UMMÆLI