Hræ hnúfu­baks í Hrís­ey talið hafa legið lengi

Hræ hnúfu­baks í Hrís­ey talið hafa legið lengi

Hræ hnúfubaks fannst í fjöru Hríseyjar í Eyjafirði á dögunum og talið er að hvalurinn hafi legið í flæðarmálinu í talsverðan tíma án þess að nokkur hafi orðið hans var. Þetta kemur fram á vef Vísis í dag.

„Það er greinilega búið að vera þarna í einhvern tíma án þess að við höfum tekið eftir því. Þetta er suðaustan af eyjunni, svolítið langt frá þorpinu sjálfu, svolítið langt frá alfaraleið,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir, verkefnastjóri Áfram Hrísey, í samtali við fréttastofu Vísis.

Hún segir starfsmenn á hvalaskoðunarbát hafa tekið eftir veiklulegum hnúfubak fyrir utan eyjuna síðasta haust. Þeim grunar að hræið sé af þeirri skepnu. Ásrún segist ekki hafa hugmynd um hvað sé gert við hnúfubakshræ og að hún viti ekki til þess að nokkur fræðingur hafi fengið tækifæri til að skoða hvalinn.

Nánar má lesa um málið á vef Vísis með því að smella hér.

Mynd með frétt: Vísir.is/Stefán Pétur (Fleiri myndir á Vísi)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó