Höttur sló Þór úr bikarnum

Mynd: Palli Jóh

Þórsarar mættu Hetti í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta í gærkvöldi. Hattarmenn sitja á botni Domino’s deildarinnar í körfubolta.

Leikurinn var jafn en að lokum var það Höttur sem hélt forystunni til leiksloka. Lokatölur 81:74.

Marqu­es Oli­ver var stigahæstur í liði Þórs með 19 stig og ​19 frá­köst, Pálmi Geir Jóns­son og Ingvi Rafn Ingvarsson voru báðir með 16 stig. Pálmi tók 10 fráköst og Ingvi 5.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó