Hörður hættir eftir 21 ár í meist­ara­flokki

Hörður hættir eftir 21 ár í meist­ara­flokki

Akureyringurinn og Þórsarinn Hörður Fannar Sigþórsson hefur ákveðið að leggja handboltaskóna á hilluna eftir 21 ár í meistaraflokki, tæpa 440 leik og yfir 1000 mörk. Hörður greindi frá þessu á Twitter síðu sinni í gær, hann segir að nú sé komið að ákveðnum kaflaskilum í lífi sínu.

„Handboltinn hefur átt allan minn frítíma undanfarin ár og hef ég eignast margar góðar minningar og vini á þessum tíma. Lifi handboltinn,“ skrifar Hörður sem lék með Þór, Ak­ur­eyri og HK hér á Íslandi. Undanfarin níu ár hefur hann búið í Færeyjum og leikið með  Kyndli, Klaks­vík og KÍF frá Kollaf­irði. Auk þess lék hann um tíma með Aue í Þýskalandi. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó