Hópsmit á SauðárkrókiMynd: saudarkrokur.is

Hópsmit á Sauðárkróki

Fjögur smit greindust á Sauðárkróki í gær. Smitrakning stendur yfir og talsverður fjöldi er kominn í sóttkví og úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram á vef Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í dag.

Þar segir að rúmlega 150 sýni hafi verið tekin í dag og að vonast sé til að svör berist í kvöld en að það gæti dregist til morguns.

„Mikilvægt er að allir gæti að persónulegum sóttvörnum, handþvotti og sprittun, grímunotkun og virði fjarlægðarmörk og reglur um hópamyndanir. Fólk er beðið um að fara sérstaklega varlega á næstunni. Ef fólk hefur einkenni um veikindi er það hvatt til að vera heima og fara í sýnatöku,“ segir í tilkynningu HSN.

Hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN á Sauðárkróki hefur verið lokað fyrir heimsóknir.

Á Akureyri er enn eitt smit skráð á covid.is. Einstaklingum í sóttkví á Norðurlandi eystra hefur fækkað úr 10 niður í 2 í vikunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó