Hoppukastalaslysið á Akureyri enn til rannsóknar

Hoppukastalaslysið á Akureyri enn til rannsóknar

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar enn hoppukastalaslysið sem varð á Akureyri við Skautahöllina fyrir rúmum þremur mánuðum. Þetta kemur fram á vef RÚV en þar segir að lögreglan vilji ekki tjá sig frekar um málið.

Atvikið átti sér stað 1. júlí síðastliðinn en engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni um gang rannsóknarinnar síðan 16. júlí þegar tilkynning birtist á Facebook um að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Þar kom fram að málið væri yfirgripsmikið.

Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar hann tókst skyndilega á loft. Tíu börn fengu aðhlynningu á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir hátt fall úr hoppukastalanum eitt sex ára barn var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans með fjöláverka.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó