Framsókn

Hópfimleikamót á Akureyri

Hópfimleikamót á Akureyri

Hópfimleikamót verður haldið hjá Fimleikafélagi Akureyrar laugardaginn 26. mars. Von er á besta hópfimleikafólki landsins til Akureyrar en mótið er fyrir annan-, fyrsta- og meistaraflokk. Meðal þátttakenda eru nýkrýndir Evrópumeistarar kvenna í hópfimleikum.

„Við eigum von á frábærri sýningu. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitamenn til koma að sjá okkar færasta fólk,“ segir í tilkynningu frá Fimleikafélagi Akureyrar.

Keppnin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn hefst kl. 12:40 og seinni hlutinn kl. 16:00 á laugardeginum. Dagskrá mótsins er að finna hér

VG

UMMÆLI