Hönnunar- og handverksýning í Hlíðarbæ um helginaLjósmynd: horgarsveit.is

Hönnunar- og handverksýning í Hlíðarbæ um helgina

Hönnunar- og handverkssýning mun standa yfir í Hlíðarbæ um helgina. Hægt verður að skoða og versla þar frá hinum ýmsu norðlensku hönnuðum, handverksfólki og sælkerameisturum milli klukkan 11 og 17 á bæði laugardag og sunnudag næstkomandi.

Á Facebook síðunni Norðlensk hönnun og handverk er hægt að lesa nánar um þá sýningaraðila sem koma fram í Hlíðarbæ um helgina en þeir eru fjölmargir. Gestgjafarnir eru Agndofa hönnunarhús og Blúndur og blóm en aðrir sýningaraðilar eru, í stafrófsröð:

BRYN – Design

HALLDORA

Gló Inga List

Huldubúð

Keramikloftið

MIO konfekt

Mórúnir – handlituð íslensk ull og handverk

Mynthringar og allskonar

Ósk barnaföt

Reykkofinn við höfnina

R- rabarbari

Scent of Iceland

Sif hannar

Sólbakki garðyrkjustöð

Sælusápur – Handgerðar íslenskar heimilisvörur

TUNDRA & LAGÐUR

Urtasmiðjan – The Herbal Workshop

Ögn Icelandic bækurnar

Þar að auki verður kökubasar á staðnum báða dagana. Á laugardeginum er kökubasarinn í boði Lionsklúbbsins Ylfu en Kvenfélag Svalbarðsstrandar sér um hann á sunnudaginn. Einnig mun Nýja kaffibrennslan sjá um að bjóða gestum upp á kaffi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó