Hollvinir SAk færa legudeild geðdeildar húsgögn

Hollvinir SAk færa legudeild geðdeildar húsgögn

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri færðu á dögunum legudeild geðdeildar rausnarlegar gjafir í formi húsgagna. Þegar höfðu borist stólar og borð inn í viðtalsherbergin, stofuborð í dagstofu, tveir lazyboystólar í öryggisenda deildarinnar og í gær kom svo einnig stórt sjónvarp fyrir öryggisstofuna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hollvina.

„Undanfarið hafa umfangsmiklar breytingar verið gerðar á legudeildinni með það að markmiði að bæta aðstöðu bæði sjúklinga og starfsfólks. Með tilkomu húsgagnanna frá Hollvinum má segja að umbæturnar hafi náð enn lengra,“ segir á vef Hollvina.

MYND FV.: Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu, Inga Margrét Árnadóttir, meðstjórnandi Hollvina, Jóhann Rúnar Sigurðsson, varaformaður Hollvina, Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk, Hermann Haraldsson, gjaldkeri Hollvina, Bjarni Jónasson, meðstjórnandi Hollvina, Jóhannes G. Bjarnason, formaður Hollvina, Bernard Hendrik Gerritsma, deildarstjóri geðdeildar og Valborg Lúðvíksdóttir, aðstoðardeildarstjóri geðdeildar.

Myndina tók Skapti Hallgrímsson.

Sambíó
Sambíó