Hollvinir gefa SAk tæki fyrir 20 milljónir króna

Hollvinir gefa SAk tæki fyrir 20 milljónir króna

Á stjórnarfundi Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri í lok mars sl. var ákveðið að veita fé til kaupa á þó nokkrum tækjum fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri en megintilgangur samtakanna er að safna fé til kaupa á tækjum og búnaði til notkunar á sjúkrahúsinu í samráði við framkvæmdastjóra lækninga.

Ákveðið að veita fé til kaupa á eftirtöldum tækjum og búnaði:

  1. Leysitæki til steinbrota í þvagfærum
  2. Leysitæki til æðahnútaaðgerða og fleira
  3. Ómhaus til greininga á meinum í endaþarmi með þrívíddarskönnun
  4. Rafdrifnar dælur til meðferðar á  lofbrjósti
  5. Verkfæri til notkunar í brjóstholsspeglunum

Gjafir fyrir 20 milljónir

Samtals eru þetta gjafir fyrir um 20 milljónir króna. Með tilkomu þessara tækja opnast möguleikar á að framkvæma aðgerðir á SAk þar sem sjúklingar þurftu áður að fara til Reykjavíkur. Einnig munu tækin bæta greiningu og veita betri meðferð. Þetta kemur fram í frétt á vef Sjúkrahússins.

,,Framlög Hollvina eru ómetanleg í að gera starfsfólki SAk kleift að veita bestu mögulegu þjónustu. Þá vill einnig svo skemmtilega til að flest tækin eru til notkunar á skurðlækningum og það má því segja að Hollvinir hafi boðið nýráðinn forstöðulækni skurðlækninga, Lýð Ólafsson, velkominn með stæl,“ segir í tilkynningunni.

Von á fleiri gjöfum á árinu

Það árar vel hjá Hollvinum enda mikill stuðningur í samfélaginu við þennan félagsskap og þeir eru engan veginn að fara að slá af og von er á fleiri gjöfum frá þeim á árinu.

Kaffið bendir á það kostar aðeins 5.000 kr. á ári að gerast Hollvinur og veita þannig Sjúkrahúsinu á Akureyri ómetanlega aðstoð.
Hollvinir SAk eru frjáls félagasamtök sem hafa það markmið að stuðla að bættum lækningatækjaútbúnaði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ef þú vilt leggja þessu frábæra málefni lið getur þú gerst meðlimur með að ýta hér. 

TENGDAR FRÉTTIR

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó