NTC

Hollara matreiðslunámskeið á KEA 8.desember

Júlía Magnúsdóttir

Júlía Magnúsdóttir

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi kemur til Akureyrar þann 8.desember og heldur matreiðslunámskeið á hótel KEA frá 19 – 21:30. Júlía hefur reglulega haldið sykurlaus námskeið á Gló í Reykjavík. Júlía mun fara yfir hvernig hægt er að útfæra hefðbundnar bakstursuppskriftir á hollan hátt og hvernig má gera hrákökur án hneta og fræja.

Námskeiðin sem hún heldur núna eru með jólaþema og einblínt á jólaeftirrétti og konfekt. Á heimasíðu Lifðu til fulls má sjá fleiri upplýsingar um námskeiðið. Hér að neðan má sjá uppskrift af hollari súkkulaðibitakökum frá Júlíu.

Dásamlegar Súkkulaðibitakökur  (15-16 kökur)

-

1 bolli glúteinlausir hafrar, malaðir 1 1/4 bolli möndlumjöl
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 bolli ólífuolía
1/2 bolli hunang eða hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði (eða dekkra)

1. Malaðu hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til þú færð hveitiáferð. Blandaðu saman olíu, agave/hunang/hlynsíróp og vanillu í litla skál og settu til hliðar.

2. Settu möndlumjöl, matarsóda, malaða hafra og lyftiduft í stóra skál og blandaðu vel.

3. Hrærðu báðar blöndurnar saman með spaða og bættu við söxuðu súkkulaði. Taktu deig með matskeið og raðaðu á bökunarpappír. Dreifðu vel úr kökunum með blautum fingrum og hafðu ca. 2 1/2 cm á milli þeirra. Hver smákaka ætti að vera í kringum 3 cm þar sem þær munu dreifa úr sér.

4. Bakaðu í 12-15 mín við 180 gráður, slökktu á ofninum og láttu kökurnar bíða í ofninum í um 30 mín áður en þú fjarlægir þær. Athugaðu kökurnar eftir 15 mín og sjáðu hvort þú þarft að lengja baksturtímann.

Bestar beint úr ofninum með kaldri möndlumjólk!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó