Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því að aðili hefði orðið fyrir hnífstungu í fyrrinótt en sá hafi verið fluttur á SAk og ekki verið í lífshættu. Árásin átti sér stað um þrjúleytið á miðbæjarsvæðinu.
Karlmaðurinn sem er grunaður um hnífstunguna hefur verið látinn laus ásamt öðrum sem voru handteknir við rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni. Að öðru leyti hafi hátíðin Ein með öllu gengið vel fyrir sig en þó hafi fjórir þurft að gista fangageymslur vegna óspekta og ölvunar, Vísir greindi frá.
UMMÆLI