NTC

Hnefaleikaveisla um helgina – Þóroddur Posi mætir hnefaleikamanni ársins 2016

Þóroddur Posi

Það verður sannkölluð hnefaleikaveisla á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en tvö hnefaleikamót eru í vændum.

Hnefaleikafélag Akureyrar sendir 6 keppendur til leiks en það eru þau Þóroddur Ingvarsson, Almar Ögmundsson, Elmar Freyr Aðalheiðarsson, Garðar Darri Gunnarsson, Sævar Ingi Rúnarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir.

Veislan hefst í kvöld í húsnæði Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar, Dalshrauni 10.  Húsið opnar kl. 18:00 og aðgangseyrir 1000 kr. Á laugardaginn verður síðan barist  í húsnæði Hnefaleikastöðvarinnar ÆSIR, Viðarhöfða 2 en þar hefst mótið klukkan 17:00.

Margir forvitnilegir bardagar verða um helgina en margir bíða mjög spenntir eftir að sjá Þórodd Posa Ingvarsson berjast gegn bardagamanni ársins 2016, Þorstein Helga Sigurðsyni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó