Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí verður haldið á Akureyri dagana 27.febrúar-5.mars næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Íshokkísambands Íslands.
Upphaflega var áætlað að mótið færi fram í Reykjavík en það hefur nú verið fært til Akureyrar og fara allir leikir mótsins fram í nýrri og endurbættri Skautahöll Akureyrar.
Íslenska kvennalandsliðið er í 2.deild en aðrar þjóðir í þeirri deild eru Tyrkland, Nýja-Sjáland, Rúmenía, Spánn og Mexíkó.
Skautafélag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu í janúar á næsta ári og er því óhætt að segja að það verði mikið um fjör í Skautahöllinni í vetur.
UMMÆLI