NTC

Hlynur Icefit gefur út nýtt stórkostlegt lag – Myndband

a-hlynuric
Tónlistarmaðurinn, vöðvasmiðurinn og hjartaknúsarinn Hlynur Icefit sem allir landsmenn ættu að vera farnir að þekkja hefur gefið út nýtt lag.

Hlynur er frekar nýfarinn að láta að sér kveða sem tónlistarmaður. Áður hefur hann sent frá sér lögin Hjartað mitt og Can’t sleep en það síðarnefnda hlaut einróma lof gagnrýnenda. Í því lagi opnaði Hlynur sig um neysluna og ruglið sem einkenndi líf hans á sínum tíma.

Nýja lagið heitir Never give up eða Ekki gefast upp og er lagið einskonar hvatningarlag og fjallar um það að við eigum aldrei að gefast upp sama hvað við tökum okkur fyrir hendur. Lagið má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI