Framsókn

Hlynur Hallsson opnar sýninguna RENDUR OG STJÖRNUR í Listamenn Gallerí 

Hlynur Hallsson opnar sýninguna RENDUR OG STJÖRNUR í Listamenn Gallerí 

Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, opnar sýninguna RENDUR OG STJÖRNUR / STREIFEN UND STERNE / STRIPES AND STARS í Listamenn Gallerí á Skúlagötu 32 í Reykjavík, laugardaginn 21. október kl. 16. Verkin eru ný, spreyjaðir textar og önnur verk.

Þetta er 73 einkasýning Hlyns sem hefur verið starfandi myndlistarmaður í rúmlega 30 ár. Síðustu árin hefur hann þó einbeitt sér að sýningarstjórn enda verið safnstjóri Listasafnsins á Akureyri frá árinu 2014.

Síðustu einkasýningar Hlyns hafa verið „abandoned stories” í Kasseler Kunstverein, í Fridericianum í Kassel ásamt Jenny Michel, 2021. Sýningin „Now or never” í Muur, Höfn í Hornafirði, 2020 og „alltsaman – das ganze – all of it“ í Kunstraum München, 2018 og „þetta er það – das ist es – this is it“, hjá Kuckei + Kuckei í Berlín, 2015.

Nú má sjá tvö verka Hlyns: „RÍKISSTJÓRNIR Í MÖRGUM LÖNDUM…” og „Sjónvarpsávarp forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, 6.10.2008” á sýningunni Kviksjá í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Hlynur hefur tekið þátt í um 90 samsýningum á ferlinum þar af má nefna „Today Is Our Tomorrow”, í PUBLICS, Helsinki og „osloBIENNALEN, First Edition 2019–2024”, 2019. „Rencontre Platonique” í Musée Denys-Puech, Rodez og hjá Kuckei + Kuckei, Berlín 2011.

Í texta með sýningunni segir:

„Gull, svart gull og svartagull. Gull á rússnesku er skrifað nákvæmlega eins á úkraínsku enda náskyld tungumál. Gull er reyndar einnig skrifað alveg eins á ensku og á þýsku, á íslensku og á norsku, á sænsku og á dönsku, á spænsku og á ítölsku, á króatísku og á tékknesku, á frönsku og á katalónsku, á afríkans og á hollensku, en er samt ekki alltaf borið eins fram. Gull sem einkenni hins gamla kapítalisma, svartagull sem helsta ógn við umhverfið og loftslagið. Alþjóðlegt gull og yfirþjóðlegt gull. Gull, meira gull,

Við lifum á stríðstímum, eða hefur ekki alltaf verið stríð, einhverstaðar í heiminum, stundum nær okkur og stundum fjær? Og svo vitnað sé í George Orwell í dystópíunni 1984: Stríð er friður. Frelsi er þrældómur. Fáfræði er styrkur. Svart er hvítt, hvítt er svart. Og þannig heldur það áfram: rautt er blátt, blátt er rautt, blátt er grænt, grænt er blátt, blátt er grænt, grænt er blátt.

VG

UMMÆLI

Sambíó