Hlýnun um 16 gráður á einum sólahring

Akureyri að vetri. Mynd: Icelandair.

Mikill munur er á veðri gærdagsins og í dag. Hitastig víða á landinu hefur tekið miklum breytingum á aðeins einum sólahring en t.a.m. var átta gráðu frost á Akureyri í gær en í hádeginu í dag var hitinn kominn upp í átta gráður. Það gerir 16 gráðu hlýnun á einum sólahring.

Hlýindin eiga að vara fram að helgi en þá fer aftur kólnandi. Einnig er spáð töluverðum vindi seinni partinn á morgun sem gæti jafnvel endað í stormi á Norðurlandi.

Þeir sem eru á ferðinni eru beðnir að huga vel að því að þessum veðurbreytingum fylgir hálka og hálkublettir á vegum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó