Hljómsveitin Svartfell gefur út nýtt lag

Hljómsveitin Svartfell gefur út nýtt lag

Hljómsveitin Svartfell hefur sent frá sér sitt annað lag. Lagið heitir Draumur og er aðgengilegt á Spotify.

Fyrsta lag sveitarinnar Á augabragði gerði sér lítið fyrir og endaði í efsta sæti íslenska lsitans þegar það kom út.

Svartfell er tveggja ára gamalt hugarfóstur þriggja tónlistarmanna sem hafa víða komið við á löngum ferli í bransanum en þessi sveit var stofnuð til að fá útrás fyrir nýrómantískar rokkstefnur en þar mætast áhugasvið meðlima.

Magni Ásgeirsson, Valur Freyr  og Arnar Tryggvason skipa bandið en nýja lagið er eftir þá Arnar, Magna og Ásgrím Inga Arngrímsson sem er einskonar hirðskáld Magna. Bassi Ólafssson – kenndur við Kiriama – ber síðan ábyrgð á því að koma laginu í þann hljóðheim sem það á heima í í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó