Hljómsveitin Pálmar frá Akureyri gaf út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Hvítur hestur í dag. Meðlimir sveitarinnar segja útgáfu myndbandsins vera „stærstu fréttir úr norðlensku tónlistarlífi í langan tíma.” Hljómsveitina skipa þeir Andrés Vilhjálmsson, Þorgils Gíslason og Geir Sigurðsson. Sveitin var stofnuð árið 1998 í kjallaranum hjá Andrési Vilhjálmssyni, en gefur nú út myndband við sitt fyrsta lag.
Jón Tómas Einarsson tók upp myndbandið og klippti.
Þá verður lagið verður aðgengilegt á Spotify á næstu dögum.
Hægt er að skoða meira um hljómsveitina á Facebook síðu og Youtube rás sveitarinnar.
UMMÆLI