NTC

Hljómsveitin Gringlombian spilaði í kjólum

Hljómsveitin Gringlombian

Hljómsveitin Gringlombian

Hljómsveitin Gringlombian er akureyrsk hljómsveit sem var stofnuð árið 2015. Nú eru þeir þrír sem skipa hljómsveitina, þeir Ivan Mendez, Guðbjörn Hólm og Hörður Túliníus. Ivan Mendez byrjaði fyrst einn í hljómsveitinni þar til að Guðbjörn bættist við og síðan Hörður.
Þeir strákar hafa spilað víða um landið á þessum tveimur árum en síðast slógu þeir heldur betur í gegn á tónlistarhátíðinni Airwaves í Reykjavík þar sem þeir hlutu mikið lof hlustenda.

Í gær birti Ivan Mendez myndband frá lokahófi jafnréttisdag í Háskólanum á Akureyri, þar sem hljómsveitin kom fram í kjólum. Virkilega flott framtak hjá þeim enda ekkert flottara en að styðja jafnrétti og sýna það með jafn áberandi hætti. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó