Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli núna í vetur en slysið sem varð um verslunarmannahelgina árið 2013.
Í slysinu fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður þegar þeir voru að koma úr sjúkraflugi á vegum Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af en slasaðist.
„Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA í samtali við Fréttablaðið í dag.
Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar.
Nánar er greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag.
UMMÆLI