Hlíðarfjall opnar ekki á föstudaginnLjósmynd: Hlíðarfjall.

Hlíðarfjall opnar ekki á föstudaginn

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli mun ekki opna á föstudaginn 13. desember næstkomandi líkt og til stóð. Mikil hlýindi hafa verið á landinu undanfarna daga og hefur það eflaust ekki farið fram hjá Akureyringum að mikið hefur bráðnað af snjó í fjallinu.

Hlíðarfjall tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að opnun fjallsins verði frestað um að minnsta kosti viku og staðan verði endurmetin í byrjun næstu viku. Þar auglýsir starfsfólk fjallsins eftir vetri konungi: „Hvar ertu vetur? Komdu nú!“

Sambíó

UMMÆLI