NTC

Hlíðarfjall opnar í dag

Hlíðarfjall opnar í dag

Hlíðarfjall opnar í dag og verður opið frá kl. 11 til 17 í dag, en þetta er fyrsti opnunardagur vetrarins. Stefnt var að því að opna fjallið á fimmutdaginn síðasta en þá var of hvasst í fjallinu.

Hiti er nú við frostmark og hægur vindur, að sögn stjórnenda svæðsins.

Í tilkynningu kemur fram að Andrésarbrekka og Töfrateppið verði opin. Í færslu á Facebook-síðu Hlíðarfjalls kemur ennfremur fram að 1,2 kílómetrar í göngubraut verði opnir.

Sambíó

UMMÆLI