Hlíðarfjall opnar á laugardaginn

Hlíðarfjall opnar á laugardaginn

Eftir töluverða bið verður loks opið í Hlíðarfjalli á laugardaginn milli 10-16.

„Til að byrja með opnum við Fjarka, Hólabraut, Hjallabraut og Töfrateppið og skíðaleiðirnar sem verða í boði eru Andrés, Hólabraut, Hjallabraut og Töfrateppið. Enn vantar í Rennslið svo fyrst um sinn verður tenging úr Hólabraut til að komast aftur að Skíðastöðum. Kaðallyftan okkar Auður tjónaðist því miður illa þegar nýr kaðall var settur á hana fyrir jól svo hún er óvirk eins og er meðan við bíðum eftir varahlutum. Sá snjór sem er verið að ýta í brekkunum er nánast allur framleiddur og utan skíðaleiðanna sem við munum opna er lítið sem ekkert, þannig að það er engin utanbrautaskíðun í boði enn sem komið er,“ segir á Facebook-síðu Hlíðarfjalls.

Á göngusvæðinu verður Ljósahringur 3,5km og Andrés 1,2km troðið en þar er mjög þunnt á og lítill sem enginn snjór utan brautar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó