NTC

Hlíðarfjall fær nýja skíðalyftu

Mynd: hlidarfjall.is

Samherjasjóðurinn gaf vinum Hlíðarfjalls styrk fyrir nýrri skíðalyftu í gær. Þetta tilkynnti formaður sjóðsins, Helga Steinunn, við athöfn í gær þegar Kaldbaki var gefið nafn með formlegum hætti.
Vinir Hlíðarfjalls segja styrkinn verða til þess að hægt verði að kaupa notaða stólalyftu frá Austurríki og flytja hana heim. Jafnframt er búið að gera samstarfs- og leigusamning við Akureyrarbæ um að bærinn muni leigja lyftuna og reka hana næstu 15 árin.
Vinir Hlíðarfjalls eru í skýjunum með styrkinn og telja að þetta muni gjörbreyta allri aðstöðu fyrir skíðafólk og tryggja Hlíðarfjalli forystu sem besta skíðasvæði landsins.

Stefnt er að því að lyftan verði tekin í notkun í desember 2018.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó