NTC

Hleðslumót Crossfit Akureyrar haldið á laugardaginn

Frá Heðslumótinu árið 2017

CrossFit er orðin ein af vinsælustu íþróttagreinum Akureyringa og fjölmargir sem æfa hjá bæði CrossFit Akureyri og CrossFit Hamar. Crossfit Akureyri, í samstarfi við Hleðslu, eflir til Hleðslumóts um helgina þar sem keppt verður í parakeppni, þ.e. tveir og tveir saman í liði.

Hleðslumót CrossFit Akureyrar verður haldið n.k. laugardag 7. apríl. Líkt og síðustu ár verður mótið haldið í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar á Hrafnagili. Skráningu á mótið lýkur í dag, 4. apríl, en hægt er skrá sig inn á crossfitakureyri.is. Mótið er opið öllum svo framarlega sem keppendur kynni sér vel þær æfingar sem keppt verður í á mótinu. Svo er að sjálfsögðu öllum áhugamönnum og iðkendum Crossfit sjálfsagt að mæta og fylgjast með æsispennandi keppni.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum (KK+KK, KVK+KVK) með fyrirvara um að næg þátttaka náist í hverjum flokki:
KK RX
KK SC
KVK RX
KVK SC
KK 39+
KVK 39+

Fyrsta WOD hefst kl 8:30 og mun keppni standa fram eftir degi.

Sjá einnig:

„Crossfit hentar Íslendingum vel“

Björk Óðinsdóttir og Sigurður Þrastarson keppa á Evrópuleikunum í CrossFit um helgina

Sigurður Þrastarson tryggði sér sæti á Evrópuleikunum í CrossFit í fimmta sinn

Yfir 130 Crossfittarar á Akureyri taka þátt í undankeppni heimsleikana

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó