NTC

Hlaðvarpsþættir um leyndardóma Hlíðarfjalls

Hlaðvarpsþættir um leyndardóma Hlíðarfjalls

Grenndargralið vinnur þessa dagana að þáttagerð í samstarfi við Sagnalist fyrir hlaðvarp/podcast. Um er að ræða fjóra þætti, hver um sig 35-45 mínútur að lengd, með áherslu á veru setuliðsins í Hlíðarfjalli á hernámsárunum.

Í þáttunum verður meðal annars rætt við sérfræðinga og fólk sem þekkir til sögunnar af eigin raun, rýnt í stríðsminjar sem fundist hafa í fjallinu og sagt frá Varðveislumönnum minjanna sem hafa farið fjölmarga leiðangra upp til fjalla á slóðir setuliðsins. Brynjar Karl Óttarsson er höfundur þáttanna.

„Ég tala stundum um gersemar í sögu og menningu heimabyggðar. Gersemar sem bíða þess að verða grafnar upp – munir og sögur. Eitthvað sem gerðist fyrir langa löngu á stað sem við höfum jafnvel fyrir augunum á hverjum einasta degi? Kannski mannvistaleifar sem leynast ofan í jörðinni – eða á yfirborðinu – og bíða þess að koma fram í dagsljósið, kannski eftir áratugi – eða jafnvel lengri tíma? Eitthvað sem var allan tímann nánast í túnjaðrinum heima. Eða vísbendingar um mannaferðir sem enginn núlifandi maður kann skil á og engar prentaðar heimildir eru til sem styðja við það hvað nákvæmlega fór fram. Þetta finnst mér allt spennandi pælingar sem urðu kveikjan að þáttunum um gersemarnar í Hlíðarfjalli“

Þættirnir Leyndardómar Hlíðarfjalls fara í loftið á hlaðvarpssíðu Grenndargralsins í þessum mánuði.

Sambíó

UMMÆLI