Hjón á Akureyri sem unnu milljónirnar 64 í lottóinu á gamlársdag hafa loksins sótt vinninginn. Hjónin vissu strax á nýársnótt af vinningnum en ákváðu að bíða með að sækja hann þar sem þau höfðu ákveðið ferð til Reykjavíkur um miðjan janúar. Hjónin sváfu á miðanum til skiptis til þess að honum yrði ekki stolið.
Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að bæði séu þau hætt að vinna og hafi ekki ákveðið hvað peningarnir fari í, nema það að börn þeirra fái líka að njóta góðs af vinningnum.
UMMÆLI