Hjólreiðahelgi Greifans fór vel fram

Mynd: Elvar Freyr

Um helgina stóð Hjólreiðafélag Akureyrar fyrir Hjólreiðahelgi Greifans. Alls tóku rúm,lega 200 manns þátt en helgin skiptist í þrjá viðburði. Viðburðurinn fer fram árlega og fer stækkandi.

Í fjögurra ganga mótinu, sem er götuhjólamót frá Siglufirði til Akureyrar, tóku um 90 keppendur þátt, á Sumafögnuði Enduro Ísland voru þeir um 120 auk fjölda barna og unglinga sem hjóluðu götu- og torfæru brautir á Akureyri. Greifinn gerði 3 ára samstarfssamning við Hjólreiðafélag Akureyrar og tryggir þar með framhald viðburðarins næstu 3 árin.

Fleiri hjólaviðburðir eru framundan, því um verslunarmannahelgina verða þrjú mót á dagskrá hjá Hjólreiðafélagi Akureyrar sem eiga það öll sameiginleg að vera mjög áhorfendavæn. Á laugardaginn 5. ágúst verður Bikarmót í Downhill í Hlíðarfjalli sem byrjar kl. 14.00. Á sunnudaginn 6. ágúst leggja hjólreiðamenn undir sig Listagilið og keppa í svokölluðum brekkusprett sem er stutt útsláttarkeppni, þar sem hjólreiðafólk tekur á öllu sínu. Í beinu framhaldi er hið margfræga Townhill eða keppni í brekkubruni, þar sem kapparnir enda á því að koma niður Kirkjutröppurnar á ógnarhraða.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó