Hjólandi til Grímseyjar frá Noregi

Mynd og frétt: akureyri.is

Margir taka ástfóstri við Grímsey og einn þeirra er þjóðverjinn Martin Zalewski sem hefur lagt leið sína til Grímseyjar árlega síðan 2009 og valdi jafnframt að trúlofaðist konu sinni í eyjunni fyrir tveim árum.

Sumar ferðirnar hans hafa verið í styttra laginu eða alveg niður í helgardvöl í Grímsey.  Megin markmiðið ferðanna til Íslands hefur nánast alltaf verið heimsókn í Grímsey og því hafa önnur stopp á Íslandi yfirleitt eingöngu tengst ferðalaginu sjálfu.  Í fyrra ákvað hann að setja sér nýtt markmið og ákvað að hjóla frá heimabæ sínum Heiden í North Rhine-Westphalia í Þýskalandi til Grímseyjar alls um 2500 km leið fram og tilbaka en inn í því er reyndar ferjusigling milli Hirtshals í Danmörku og Seyðisfjarðar.

Martin lagði af stað í ferðalagið sitt 20.maí síðastliðinn og kom til Grímseyjar í dag með ferjunni Sæfara frá Dalvík.  Martin hyggst dvelja í Grímsey yfir helgina og halda síðan heim á ný sömu leið og hann kom.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó