„Hjólabretti hefur alltaf verið kúl“

„Hjólabretti hefur alltaf verið kúl“

Akureyringurinn Brynjar Helgason hefur gefið út stutta heimildarmynd þar sem hann ræðir við Ómar Svan Ómarsson um hjólabretti og hjólabrettamenningu á Akureyri og Íslandi. Ómar byrjaði á hjólabretti þegar hann var sex ára gamall og var lengi einn efnilegasti hjólabrettamaður landsins.

Ómar segir að hann hafi verið sendur í íþróttaskóla hjá Þór og KA til þess að spila fótbolta, hann hafi prófað fimleika, handbolta og margt fleira en að hann hafi aldrei fundið sig í neinu nema hjólabrettinu. Ómar segir að hann hafi verið mikið með eldri „skeiturum“ sem tóku hann að sér og kenndu honum að verða betri.

„Ég vaknaði og fór út með brettið mitt, kom svo bara heim í kvöldmat og svo aftur úr og svo bara heim að sofa. Maður bara skeitaði allan daginn bara endalaust,“ segir Ómar Svan í mynd Brynjars.

Ómar var hluti af hópnum sem gaf út hjólabrettamyndina VTH, fræga akureyríska hjólabrettamynd. Hann segir að hópurinn hafi hist upp í íþróttahöll þar sem var lítil hjólabrettaaðstaða á bílaplaninu á sínum tíma.

„Svo var bar bærinn þræddur, suma daga skeituðum við kannski ekkert endilega svo mikið, vorum bara að þvælast, en flesta daga þá var maður bara skeitandi bara út um allt,“ segir Ómar en brot úr myndinni má sjá í stuttmynd Brynjars, Í Faðmi Fortíðar, sem er hægt að horfa á hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó