NTC

Hjólabrettanámskeið á Akureyri

Mynd: albumm.is

Þriggja daga hjólabrettanámskeið fyrir krakka á öllum aldri á vegum Albumm.is í samstarfi við Ein með öllu – Íslensku sumarleikanna og Sjoppan Vöruhús fer fram á Akureyri dagana 4 – 6 Ágúst (verslunarmannahelgina) kl 11:00 – 12:30  á útisvæðinu hjá: Háskólanum á Akureyri. Námskeiðin hafa slegið rækilega í gegn á þeim tveimur árum sem þau hafa verið haldin og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra. Fyrr í sumar fór námskeiðið fram í fyrsta sinn á Akureyri og var gríðarlega góð mæting og mikil ánægja var með námskeiðið.

Líkt og á fyrri námskeiðum er það hjólabretta og tónlistarmaðurinn Steinar Fjeldsted sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis og verið viðloðinn brettanámskeiðum í um fimmtán ár. Honum til halds og trausts verða tveir af helstu hjólabrettaköppum landsins.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið á albumm.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó