Hjalti Þór þjálfari umferðarinnar

Þórsarar unnu glæsilegan sigur á Keflvíkingum í Domino’s deild karla í Íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðið föstudagskvöld. Liðinu hefur víða verið spáð lélegu gengi í deildinni og komu mörgum á óvart með sigrinum á Keflavík. Leikurinn endaði 90-78. Þór í vil. Þórsarar töpuðu fyrir Haukum í Hafnarfirði í fyrsta leik tímabilsins og eru í 6. sæti deildarinnar með 2 stig eftir tvær umferðir.

Farið var yfir 2. umferð Domino’s deildarinnar í þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport. Valið var lið umferðarinnar og þjálfara umferðarinnar. Tveir leikmenn Þór voru valdir í lið umferðarinnar þeir Ingvi Rafn Ingvarsson og Oliver Marques. Ingvi rafn var stigahæstur í liði Þórs með 26 stig og Marques næststigahæstur með 21 stig. Þá tók Marques 15 fráköst.

Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari liðsins var valinn þjálfari umferðarinnar í þættinum. Hjalti tók við liðinu fyrr á þessu ári eftir að Benedikt Guðmundsson steig til hliðar. Hjalti hefur verið kokhraustur í viðtölum þrátt fyrir að liðinu sé spáð slæmu gengi og hefur fulla trú á verkefninu. Það virðist hafa skilað sér inn í leik liðsins sem spilaði mjög vel gegn Keflavík.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó