Hjalti Rúnar tekur við hlutverki stóra skrímslisins

Hjalti Rúnar tekur við hlutverki stóra skrímslisins

Vegna forfalla mun Hjalti Rúnar Jónsson taka við hlutverki stóra skrímslisins í barnaverkinu Litla skrímslið og stóra skrímslið hjá Leikfélagi Akureyrar.

Hjalti Rúnar hefur margoft leikið hjá Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í Óvitum, Lilju, Rocky Horror, Kabarett og Benedikt búálfi. Hann hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Galdragáttinni hjá leikhópnum Umskiptingar sem sýnt var í Samkomuhúsinu í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.

Litla skrímslið og stóra skrímslið verður frumsýnt í Hofi 13. janúar. Þau sem fengu gjafabréf í jólapakkann geta haft samband við  miðasöluna í Hofi til að velja sér sýningardag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó