beint flug til Færeyja

Hjalteyri Sea Snack fyrsta fyrirtækið sem fær nýsköpunarlán frá Byggðastofnun

Nú á haustmánuðum hleypti Byggðastofnun af stokkunum nýjum lánaflokki til stuðnings við nýsköpun í landsbyggðunum. Í dag var fyrsta lánið úr þessum nýja lánaflokki undirritað í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki.

Rúnar Friðriksson og Jóhannes Valgeirsson frá Sea Snack undirrita samstarfssamning við Byggðastofnun á Suðárkróki

Fyrsti lántaki er nýsköpunarfyrirtækið Hjalteyri Sea Snack en félagið framleiðir gæludýrafóður úr afsettu hráefni frá fiskvinnslum, þ.á.m. laxi og þorski auk hrossaþara frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Þá hefur fyrirtækið einnig þróað og framleitt sjávarsnakk með ýmsum bragðtegundum til manneldis.

Hjalteyri Sea Snack hefur lagt ríka áherslu á að auka verðmætasköpun á afsettu hráefni með því að framleiða vörur úr beinahrati, hryggjum og roði fyrir gæludýramarkað. Mikil áhersla er lögð á að hráefnið komið frá sjálfbærum veiðum við Ísland. Notuð sé umhverfisvæn orka við framleiðsluna og verið sé að búa til verðmæti úr illa nýttu eða afsettu hráefni. Fyrirtækið hefur yfir að ráða hentugu verksmiðjuhúsnæði á Hjalteyri sem býður upp á mikil tækifæri til stækkunar og aukinnar framleiðslu í framtíðinni.

verksmiðjuhúsnæðið á Hjalteyri

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó