Hittingur fyrir fólk sem hefur áhuga á að ganga erlendis

Inga Geirsdóttir rekur ferðaþjónustufyrirtækið Skotgöngu í Skotlandi ásamt eiginmanni sínum Snorra Guðmundssyni. Fyrirtækið sérhæfir sig í skipulögðum gönguferðum bæði í Skotlandi og á Endlendinga fyrir Íslendinga og önnur Norðurlönd.

Inga mun bjóða upp á kynningu á ferðum sínum á Bláu könnunni næstkomandi laugardag 13. janúar frá klukkan 10:00 til 12:00 og frá 13:00 til 16:00

„Ég kem alltaf til Íslands í desember og janúar til að hitta fólk sem hefur nú þegar bókað hjá okkur og eins hef ég svona hitting fyrir áhugasama. Fólk getur komið við, flett bæklingnum okkar og spurt út í þær ferðir sem við erum að bjóða uppá,“ segir Inga í spjalli við Kaffið.is.

Skotganga er í samstarfi við Ferðaskrifstofu Akureyrar þegar boðið er upp á flug beint frá Akureyri. Inga segir að það séu aðallega stærri hópar eins og kvenfélög,kórar og kennarar sem nýta sér þær ferðir.Þau bjóða þá upp á borgarferðir, skoðunarferðir í Edinborg og um sveitir Skotlands.

„Þetta er mjög fjölbreytt hjá okkur og alltaf gaman. Við eigum svo stóran og dyggan hóp af göngufólki á Akureyri og nágrenni sem hefur farið með okkur í margar ferðir.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó