Hitti stuðningsmann Akureyrar handboltafélags í Sri Lanka

Sölvi Andrason ásamt þessum dygga stuðningsmanni Akureyrar í Sri Lanka.

Sölvi Andrason er ungur Akureyringur sem er um þessar mundir á ferðlagi um Suður-Asíu.
Þegar hann var á gangi um lítinn smábæ í Sri-Lanka varð honum heldur brugðið þegar hann sá heimamann klæddan í bol merktan Handboltafélagi Akureyrar.
Bolurinn ber skjaldarmerki Akureyrar og neðan þess stendur: Bikarinn 2011, en bolirnir voru búnir til þegar Akureyri komst í úrslit í Eimskipsbikarnum árið 2011.

Enskukunnátta mannsins var því miður ekki næg til þess að útskýra fyrir Sölva hvaðan hann fékk bolinn eða hvort hann hefði komið til Íslands. Hann lét sér því nægja að fá mynd af sér með manninum eins og sjá má í Twitter-færslu Sölva hér að neðan.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó