NTC

Hitinn gæti farið í 17 gráður á Akureyri eftir helgi

Vorveður hefur verið í lofti undanfarna daga en hitinn á Akureyri í dag hefur verið í kringum 10-12 gráður. Á Vísi kemur fram að samkvæmt Þorsteini V. Jónssyni, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, muni hlýna mikið í lofti á mánudag. Þorsteinn segir að búast megi við nokkuð vetrarlegu veðri um helgina en annað verði í kortunum á mánudag. Það megi jafnvel búast við allt að 16-17 stiga hita á norðanverðu landinu, sérstaklega á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta eru gleðifréttir fyrir norðanmenn ef spáin gengur eftir.

Sundlaug Akureyrar á blíðviðrisdegi

Sambíó

UMMÆLI