Gæludýr.is

Hinn fullkomni græni smoothie

Hinn fullkomni græni smoothie

Vinsældir djúsa og smoothie virðast engan endi ætla að taka, enda eru þeir fljótlegir og meinhollir. Hér er uppskrift að hinum fullkomna græna smoothie, allt sett í blandara.

2 lúkur ferskt spínat – Spínat er svokölluð ofurfæða og inniheldur meðal annars járn, prótein, kalk og vítamín sem eru okkur bráðnauðsynleg.
1 banani – Bananinn gefur drykknum kremkennda áferð og sætt bragð. Bananar gefa fljótvirka og viðvarandi orku.
1 matskeið kókosolía og/eða 1 avocado – Góð fita er frábær viðbót við smoothie þar sem þú verður saddari mun lengur þar sem jafnvægi kemst á blóðsykurinn og einnig hjálpar fitan líkamanum við að vinna úr vítamínum.
Smávegis af sjávarsalti eða Himalayan salti – Óunnið salt hjálpar líkamanum að vinna úr næringarefnunum í drykknum ásamt því að draga betur fram bragð hinna hráefnanna.
Sítrónusafi úr hálfri sítrónu –Kreistu hálfa sítrónu út í drykkinn til þess að fá ferskt bragð. Sítrónusafinn er ríkur af C-vítamíni og kalíni.
Vökvi að eigin vali – Vatn, kókosvatn eða möndlumjólk hentar vel – best að byrja á desilíter og bæta svo við þar hann er orðinn passlega þunnur.

Það eru aldrei of mörg hráefni í smoothie og tilvalið að prófa sig áfram og bæta við eða skipta út. Það getur til dæmis verið gott að setja klettasalat, engifer, mangó, ber, epli eða aðra ávexti og/eða grænmeti út í drykkinn eftir smekk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó