NTC

„Hin framboðin eru bara djók“

„Hin framboðin eru bara djók“

Níu flokkar bjóða fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri sem fara fram 14. maí næstkomandi. Á næstu dögum munu oddvitar flokkanna segja frá helstu stefnumálum á Kaffið.is ásamt því að svara spurningum um ákveðin hitamál úr bæjarmálaumræðunni undanfarin ár.

Snorri Ásmundsson, oddviti Kattaframboðsins, er fyrsti viðmælandi Kaffið.is að þessu sinni. Kattaframboðið býður fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í ár í fyrsta sinn.


Hver eru ykkar helstu stefnumál fyrir komandi kosningar?

Uppræta spillingu hvar sem hún finnst og óréttlæti gegn minnihlutahópum.

Vinna bug á óheilbrigðum samskiptum og óheilbrigðum ákvarðanatökum, því ómeðhöndluð meðvirkni getur verið lífshættuleg. Það þarf að skoða aðgerðir fráfarandi bæjarstjórnar því þar er greinilega ekki allt með felldu samanber glænýju ákvörðun varðandi útgöngubann katta á næturnar.

Hvaða aðgerðir stefnið þið á ef þið komist að í bæjarstjórn?

Uppræta ótta og forræðishyggju. Við ætlum að endurskoða framtíðaráætlanir bæjarins með því markmiði að betrumbæta og gera bæinn okkar enn meira aðlaðandi og eftirsóknaverðari fyrir búsetu. Úrkynjun heimskunar á ekki að vera Akkillesarhæll Akureyringa heldur opin hugur, hamingja og frelsi.

Hver er stefna ykkar þegar kemur að lausagöngu katta?

Lausaganga katta er heilbrigð og náttúruleg og setur fallegan svip á bæinn og bann við lausagöngu katta er dæmi um úrkynjun, vanmátt og ótta.

Hver er ykkar stefna í skipulagsmálum á Akureyri?

Í öllum samfélögum sem stækka og þróast þarf heilbrigða uppbyggingu og við mætum öllum hugmyndum með opnum hug. Íbúðauppbygging á Tónatröð og á Oddeyri er sjálfsögð ef auðvelt aðgengi fyrir dýrahald er haft til hliðsjónar og möguleika minnihlutahópa til að eignast íbúðir án þess að lifa í ótta við fjárhagslegt óöryggi.

Hver er stefna ykkar í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri?

Góð hreyfing er ein af grunnþörfum okkar og gott aðgengi að íþróttamannvirkjum er bráðnauðsynlegt.

Hver er stefna ykkar í umhverfismálum á Akureyri?

Að hafa þau alltaf í fyrirrúmi.

Hver er stefna ykkar þegar að kemur að göngugötunni í miðbænum? 

Miðbærinn sér í lagið torgið er misheppnað og það þarf að breyta og betrumbæta það með nýjum nálgunum og nýjum hugmyndum

Hver er stefna ykkar þegar kemur að sölu áfengis í Hlíðarfjalli?

Flest sem miður fer í samfélaginu má tengja við áfengisneyslu og áfengi er hættulegasti vímugjafinn eða boðefnasvindlarinn of öllum hugbreitandi efnum. Best væri fyrir þetta samfélag að sem flestir slepptu  áfengisneyslu. Unga kynslóðin veit þetta sem betur fer. 

En við erum á móti forræðishyggju svo fólk verður að gera það sem því sýnist.

Af hverju ættu Akureyringar að kjósa flokkinn?

Af því að hin framboðin eru bara djók.

Sambíó

UMMÆLI